Alþjóðlegir fjárfestar hafa verið varfærnir síðustu daga. Erlendir fjölmiðlar á borð við breska dagblaðið The Financial Times segja þá bíða átekta eftir því hvaða aðgerðir bankastjórn Seðlabankans mun boða á vaxtaákvörðunarfundi í vikunni. Stýrivextir standa þar við núllið. Nokkuð er hins vegar um liðið síðan bankastjórn bankans sagði að dregið verði úr stuðningi við efnahagslífið og minnka umfang kaupa á ríkisskuldabréfum og öðrum veðum bandarískra banka og fjármálafyrirtækja. Þessi bið endurspeglast ekki síst í hlutabréfavísitölum á erlendum hlutabréfamörkuðum.

Nikkei-hlutabréfavísitalan í Japan lækkaði um 1,6% í nótt og dugðu góðar væntingar ekki til að halda henni uppi. Þá ýmist lækkuðu vísitölur á öðrum mörkuðum í Asíu eða stóðu í stað af sömu sökum.

Þá hafa hlutabréfavísitölur á helstu evrópsku mörkuðunum, s.s. í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi vegað salt frá því viðskipti hófust þar í morgun.