Gengi hlutabréfa tók kipp upp á við í Japan í nótt og skilaði því að Nikkei-hlutabréfavísitalan hækkaði um 2,99%. Ástæðan eru væntingar fjárfesta í Japan um að Haruhiko Kuroda, sem nýverið settist í stól seðlabankastjóra þar í landi, muni slaka frekar á peningalegu aðhaldi og tilkynna fljótlega að háum fjárhæðum verði dælt inn í efnahagslífið til að blása lífi í það.

Þetta var mesta hækkunin á mörkuðum í Asíu í nótt. Í öðrum ríkjum álfunnar enduðu hlutabréfavísitölur beggja vegna við núllið.