Gengi hlutabréfa á helstu fjármálamörkuðum hefur hækkað í dag. Erlendir fjölmiðlar segja fjárfesta vænta jákvæðra fregna í vikunni af stöðu efnahagsmála, ekki síst frá Evrópu og Bandaríkjunum.

Nikkei-vísitalan hækkaði um 2,57% í kauphöllinni í Tókíó í morgun og var það mesta hækkunin á helstu mörkuðum í Asíu. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni þar var gengislækkun japanska jensins í kjölfar fregna þess efnis að Shinzo Abe, forsætisráðherra landsins, íhugi að lækka skatt á fyrirtæki sem eigi að vega upp á móti hækkun söluskatts.

Þá eru viðskipti nýhafin á mörkuðum á meginlandi Evrópu. DAX-vísitalan í Þýskalandi hefur hækkaði um 0,96%, FTSE-vísitalan í Bretlandi um rúm 0,5% og CAC 40-vísitalan í Frakklandi hefur hækkaði um rúm 0,3%.