Þrátt fyrir að nýr fjársýsluskattur hafi verið lækkaður úr 10,5% í 5,45% í meðförum þingnefndar er fjármálageirinn mjög ósáttur. „Okkur líst illa á þessa skattlagningu, enda er hún mjög íþyngjandi fyrir MP banka,“ segir Sigurður Atli Jónsson, forstjóri bankans. „Launakostnaður er langstærsti kostnaðarliðurinn hjá okkur og sú fjárhæð sem við munum að óbreyttu þurfa að greiða í sérstakan banka- og fjársýsluskatt samsvarar um 3% af því hlutafé sem greitt var inn í bankann þegar hann var endurskipulagður í vor. Þetta eru því mjög kaldar kveðjur sem verið er að senda þeim sem eru að leggja fé til uppbyggingar á íslensku atvinnulífi.“

Nánar um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.