Heimsmarkaðsverð á eðalmálmum hefur hækkað það sem af er degi í kjölfar hryðjuverkaárása í Brussel í morgun.

Verð á Comex gulli hefur hækkað um 9,4 Bandaríkjadali það sem af er degi og stendur nú í 1.253,5 dölum á únsuna (eins únsa eru 28,35 grömm). Verð á Comex Silfri hefur ækkað um 0,1 dal og stendur núna í 15,95 dölum á únsuna.

Líklegt er að fjárfestar séu að flýja í öryggi eðalmálma í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Brussel í morgun. Alls er tala látinna komin í 34 auk þess að  fjölmargir eru særðir. Hlutabréfamarkaðir lækkuðu skarpt við opnun markaða í morgun en hafa að mestu jafnað sig það sem af er degi.