Á þessu ári hækkaði gull umtalsvert, enda var óvissa á hverju strái, bæði pólitísk og efnahagsleg. Nú þegar árið er næstum liðið undir lok og þjóðaratkvæðagreiðsla Breta um framtíð þeirra innan ESB og forsetakosningar Bandaríkjanna hafa klárast, virðast fjárfestar hættir að óttast í bili.

SPDR Gold Shares kauphallarsjóðurinn ($GLD) hefur lækkað um rúmlega 9% á seinustu þremur mánuðum, en hefur samt sem áður hækkað um nær 11,6% frá áramótum. Um er að ræða stærsta kauphallarsjóð (e. ETF) í heimi, en fjárfestar hafa tekið rúmlega 1,4 milljarða Bandaríkjadali út úr sjóðnum.