Malcolm walker og aðrir stjórnendur Iceland Foods munu samtals eiga um 43% í félaginu eftir söluna á hlut slitastjórna Landsbankans og Glitnis. Walker átti fyrir um 23% í félaginu. Aðrir fjárfestar, sem taka þátt í kaupunum með Walker, eru dúbaíska verslunarfyrirtækið Landmark, s-afríska fjárfestingafélagið Brait og Kirkham lávarður, stofnandi húsgagnakeðjunnar DFS.

Greiðir fjárfestahópurinn um 1,2 milljarða punda fyrir hlut bankanna og er Iceland þá í heild sinni metið á um 1,55 milljónir punda. Þar af voru 860 milljónir punda tekin að láni.

Walker stofnaði Iceland Foods árið 1970 og var eigið fé félagsins þá 60 pund.