Ýmsar skýringar kunna að liggja að baki hækkun dagsins [á hlutabréfamarkaði] en nærtækast er að hún komi til vegna ákvörðunar Seðlabankans í dag um að hækka stýrivexti, segir greiningardeild Glitnis en úrvalsvísitalan hækkaði um 1% skömmu eftir opnun markaðar. Hún hefur þó lækkað það sem af er degi og nemur hækkun dagsins nú 0,38%, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvaktinni.

?Vaxtahækkanir sem slíkar halda frekar aftur af hækkun hlutabréfaverðs. Fjárfestar eru þó framsýnir og horfa væntanlega til þess að senn ljúki vaxtahækkunarferli Seðlabankans og fyrr en síðar hefjist lækkunarferli stýrivaxta á ný. Þegar þetta er skrifað hefur hækkun dagsins gengið að hluta til baka og nemur 0,5%," segir greiningardeildin.