„Það sorglega við þetta er að mörg þessara fyrirtækja og einstaklinga eru þegar orðin gjaldþrota, og það án þess að þau hafi getað borið hönd fyrir höfuð sér og varist almennilega í svona málum,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður og einn eigenda Málflutningsstofu Reykjavíkur.

Páll vísar með því til fyrirtækja sem aðild áttu að umdeildum fjármálagerningum, til dæmis afleiðum og skiptasamningum, á árunum í kringum hrun. Hann telur mörg þessara fyrirtækja mögulega eiga eða hafa átt rétt á skaðabótum, meðal annars vegna annmarka á samningsgerðum og vegna þeirra atvika sem þar lágu að baki.'

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.