Nokkuð hundruð manns hafa komið með 147 milljarða króna inn í landið í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans, þ.e. 50/50 leiðina með krónur, síðan hún var kynnt til sögunnar í febrúar fyrir að verða tveimur árum. Fjallað er um málið í Kjarnanum í dag. Útreikningar Kjarnans benda til að fjárfestingarleiðins hafi skilað fjárfestunum 25 milljörðum króna í afslátt sem jafngildir um 17% afslætti af hverri krónu.

Í Kjarnanum segir að 37% fjárfestanna sem hafi farið fjárfestingarleiðina séu íslenskir og hafi þeir komið með um 55 milljarða króna í gegnum fjárfestingarleiðina. Virðisaukning þeirra nemur um 10 milljörðum króna.

Seðlabankinn hefur tekið 728 tilboðum til þessa. Þeir sem geta farið hana þurfa að sýna fram að þeir eigi 25 þúsund evrur, rúmar fjórar milljónir króna, hið minnsta.