Þeir sem keyptu hlutabréf íslenskra félaga í Kauphöllinni í lok maí til að fjármagna sumarfríi ættu að vera kátir þessa dagana. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 8,5% frá í byrjun júní og um 4,0% síðastliðnar fjórar virkurnar, að því er fram kemur í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka um ávöxtun á markaði. Þar er reyndar bætt við að á þessum fjórum vikum hafi þrjú félög hækkað um meira en 10%. Það er gengi bréfa Icelandair, sem fór upp um 11,1%, VÍS sem hækkaði um 10,3% og TM sem fór upp um 12,3%. Aðeins gengi hlutabréfa Eimskips lækkaði yfir á tímabilinu.

Greining Íslandsbanka segir í Morgunkorni sínu í dag að töluverð hækkun hafi verið á hlutabréfamarkaði það sem af er ári enda Úrvalsvísitalan hækkað um 15% frá áramótum. Gengi hlutabréfa nokkurra félaga hafi hækkað verulega frá áramótum. Þar af nemur gengishækkun hlutabréfa Icelandair Group 83% og hækkun bréfa Haga nemur 51%.

„Þeir sem tóku þátt í hlutafjárútboðum tryggingafélaganna hafa líka haft nokkuð vel upp úr þeirri fjárfestingu því VÍS hefur hækkað um 43% frá skráningu og TM um 52%. Tvö félög hafa lækkað frá ársbyrjun, Össur um 10,8% og Vodafone um 18,6%,“ að sögn Greiningar Íslandsbanka.