IFS greining mælir með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í Högum. Niðurstaða virðistmats sem IFS gerði sýnir að réttmætt virði hlutar í fyrirtækinu sé 40,1 krónur á hlut, en gengið við lokun markaða í gær var 40,6.

Hagar birtu uppgjör fyrir þriðja fjórðung á föstudaginn. Niðurstaðan var 800 milljóna hagnaður á fjórðungnum á 2,8 milljarða hagnaður á þremur fjórðungum.