Sjö vogunarsjóðir hafa höfðað mál gegn Wolfang Porshe, stjórnarformanni bílarisans Porsche, og Ferdinand Piech, stjórnarformanni Volkswagen. Þeir krefjast 1,8 milljarða evra, jafnvirði 280 milljarða íslenskra króna, í bætur vegna þess að Porsche hætti við kaup á Volkswagen árið 2008.

Stjórn Porsche greindi frá því í október árið 2008 að bílaframleiðandinn réði yfir 74,1% hlutafjár í Volkswagen í gegnum kauprétti og samninga. Til stæði að ná 75% og taka fyrirtækið yfir. Bloomberg-fréttastofan segir að þegar stjórn Porsche greindi frá þessum áformum á sínum tíma hafi fjárfestar sem sérhæfa sig í skortsölu sankað að sér hlutabréfum Volkswagen með þeim afleiðingum að gengi bréfanna hækkaði mjög mikið á skömmum tíma og fór tímabundið yfir þúsund evrur á hlut. Uppkaupin voru vörn þeirra gegn fyrra veðmáli sem fólks í stöðu gegn Volkswagen. Í kjölfarið lentu þeir í kröggum. Yfirtakan gekk svo ekki eftir á sínum tíma.

Um ári síðar opinberuðu stjórnir fyrirtækjanna samrunaáætlun.