Alþjóðlegir fjárfestar virðast hafa jafnað sig áfallinu sem þeir urðu fyrir eftir að niðurstöðu forsetakosninganna í Frakkland í gær. Þeir tóku kjöri Francois Hollande, forsetaframbjóðanda Sósíalistaflokksins, vægast sagt illa. Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu féllu um og yfir 2% og var stemningin svipuð á meginlandi Evrópu ef frá er skilin kauphöllin í London. Þar er frí í dag.

Bandarískar hlutabréfavísitölur hafa sömuleiðis verið í mínus í dag. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um 0,3% frá því viðskipti hófust, S&P-vísitalan hefur lækkað um 0,06% og Nasdaq-vísitalan lækkað um 0,13%.

Hlutabréfavísitölur á stærstu mörkuðum Evrópu eru enn í mínus, nema í Frakklandi en þar hafa fjölmiðlar flestir hverjir lýst yfir stuðningi við nýja forsetann. Þá hefur aðalvísitalan á Spáni hækkað um rétt rúmt 1%.