Fjárfestar virðast kátir með gott uppgjör bandaríska álrisans Alcoa enda rauk gengi hlutabréfa fyrirtækisins upp um 3% við upphaf viðskipta á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í dag. Gengi bréfa fyrirtækisins stóð um tíma í 15,46 dölum á hlut og hafði það ekki verið hærra síðan í júlí árið 2011.

Hagnaður Alcoa nam 138 milljónum dala á öðrum ársfjórðungi eða sem nemur 15,7 milljörðum íslenskra króna. Á sama fjórðungi í fyrra nam tap fyrirtækisins 119 milljónum dala. Bætt afkoma skýrist einkum af hækkun á álverði og hagræðingaraðgerðum sem hafa skilað sér í minni rekstrarkostnaði en áður.

Í bandaríska dagblaðinu USA Today segir að þessar góðu fréttir af gengi Alcoa hljóti að auka bjartsýni í röðum fjárfesta enda hafi þeir bundið vonir við tiltölulega góðum fjórðungi.