*

föstudagur, 24. september 2021
Innlent 30. júlí 2021 17:01

Fjárfestar komnir í sumarfrí

Velta á hlutabréfamarkaði var umtalsvert minni en gengur og gerist, Icelandair hækkaði um 1,32%.

Ritstjórn

Fjárfestar virðast hafa tekið forskot á verslunarmannahelgina en viðskipti með hlutabréf í kauphöllinni í dag voru umtalsvert minni en gengur og gerist.

Velta dagsins á hlutabréfamarkaði nam aðeins 685 milljónum króna og velta á skuldabréfamarkaði um 1,2 milljarði. Í kauphöllinni voru mestu viðskiptin með bréf Arion banka eða um 170 milljónir króna.  Bankinn lækkaði þó mest allra skráðra félaga eða um 0,46%. Þá lækkaði Síldarvinnslan um 0,3% í milljón króna veltu og Sýn um 0,25% í 600 þúsund króna veltu. 

Icelandair hækkaði mest í dag eða um 1,32% í 18 milljóna viðskiptum. Icelandair var ekki eina flugfélagið til að hækka í dag því Play hækkaði lítillega, um 0,44%, og eru bréf félagsins nú komin í 22,7 krónur eftir að hafa lækkað nokkuð í síðustu viku.

Origio hækkaði nest mest eða um 0,62% og Íslandsbanki kom þar á eftir með 0,46% hækkun.