Fjárfestar ættu að kæra sænska seðlabankann fyrir að veita Nóbelsverðlaunin í hagfræði. Verðlaunakenningar eiga stóran þátt í því ástandis sem nú ríkir á fjármálamörkuðum. Þetta segir Nassim Nicholas Taleb, höfundur bókarinnar Black Swan. Hann vill að sænski Seðlabankinn sæti ábyrgð.

Í viðtali við Bloomberg segir Taleb að Nóbelsverðlaun Harry Markowitz, Merton Miller og William Sharpe árið 1990 séu sérstaklega slæm. Þá hlutu þeir verðlaunin fyrir kenningar um eignasöfn og verðmyndunarlíkön.

Taleb segir að hann kenni ekki fræðimönnunum um að leggja fram sínar kenningar. Sökin sé Nóbelsverðlaunanna sem verðlauni þær. Hann segir að enginn myndi taka kenningarnar alvarlega nema vegna verðlaunanna.

Nóbelsverðlaunin í hagfræði verða veitt í dag.