Alþjóðlegir fjárfestar hafa verið iðnir við að kaupa dönsk íbúðabréf upp á síðkastið. Á síðustu 12 mánuðum hafa þeir keypt íbúðabréf með gjalddaga á næstu fimm árum fyrir um 30 milljarða danskra króna, jafnvirði 650 milljarða íslenskra króna. Þeir eiga nú íbúðabréf fyrir 438 milljarða danskra króna. Rétt rúmur helmingur bréfanna er á gjaldanna næsta árið.

Á vef danska viðskiptadagblaðsins Börsen í dag segir að fjárfestar úti í hinum stóra heimi hafi horft til Danmerkur sem öruggt skjól frá skuldakreppunni á evrusvæðinu. Þar sem skuldakreppan er ekki að fjara út þá megi búast við því að fjárfestar haldi áfram að kaupa danskar eignir.