Ráðgjafi Medvedev gagnrýnir Pútín fyrir að hafa með ummælum sínum um Mechel valdið því að 60 milljarðar dala hafi þurrkast út af hlutabréfamarkaðnum.

OECD segir að fjárfestum stafi mest ógn af auknum afskiptum ríkisvaldsins af efnahagslífinu.

Erlendir fjárfestar hafa í vaxandi mæli áhyggjur af fjárfestingum sínum á rússneska hlutabréfamarkaðnum eftir að ráðamenn í Kreml tilkynntu að rannsókn væri hafin á meintum samkeppnisbrotum rússnesku kolafyrirtækjanna

Evraz Group og Raspadsky, sem skráð eru á markað í London. Evraz er að hluta til í eigu Romans Abramovich, náins bandamanns Pútíns. Evraz á jafnframt 40% hlut í Raspadsky.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .