*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 18. nóvember 2011 17:10

Fjárfestar sem vilja út þurfa að greiða útgöngugjald

Brot á leið Seðlabankans undan gjaldeyrishöftum getur kostað fjárfesta þriðjung af aflandskrónueign þeirra.

Ritstjórn
Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Már Guðmundsson seðlabankastjóri
Birgir Ísl. Gunnarsson

Þeir fjárfestar sem ekki lúta skilyrðum Seðlabankans í þeirri leið sem bankinn boðar í afnámi gjaldeyrishafta þurfa að greiða ákveðið útgöngugjald, skatt sem mun lækka í tímans rás. Þeir sem brjóta reglur Seðlabankans um leiðina verða á móti beittir févíti og það kostað þá stóran hluta af eign þeirra, jafnvel allt að þriðjungi af fjárfestingunni.

Fjárfestingar með aflandskrónum verða samkvæmt fjárfestingarleiðinni svokölluðu bundnar hér á landi í fimm ár í skráðum hlutabréfum en í tíu ár ef keypt eru skuldabréf. Fjárfestum er ekki heimilt að framselja eignina, samkvæmt fjárfestingarleið Seðlabankans.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir þá sem ekki vilji fara þá leið sem bankinn boðaði fyrir stundu sem lið í afnámi gjaldeyrishafta verða að skipta krónum sínum á gjaldeyrismarkað en greiða aukaskatt,sem megi líkja við útgöngugjald.

„Þetta er leið til þess að allir fari út á sama tíma,“ segir Már um ástæðu útgöngugjaldsins.