Eftir tímabil sem nær yfir tæplega tvo áratugi með lágri matvælaverðbólgu á alþjóðavísu er verð á grunnmatvörum eins og brauði, mjólk, eggjum og hveiti nú að hækka gríðarlega um allan heim.

Ör fólksfjölgun og aukin velmegun fátækari ríkja á undanförnum árum hefur leitt til aukinnar eftirspurnar eftir hráefnum og matvælum á heimsvísu.

Þessi aukna eftirspurn hefur knúið fram miklar verðhækkanir á matvöru og beint athygli að fyrirtækjum í matvælaiðnaðinum. Þrátt fyrir harðræðið og matarskortinn sem verðhækkununum fylgir virðast fjárfestar koma auga á tækifæri.

Danska viðskiptablaðið Børsen hefur meðal annarra greint frá þessu. Þar segir að hækkandi verð á matvörum hafi gagnast sumum fyrirtækjum og að félög sem beint eða óbeint eru tengd matvöruiðnaðinum séu orðin sérstaklega áhugaverð fyrir fjárfesta.

_____________________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .