Fjárfestar sem eiga fé í sjóðum bandaríska skuldabréfasjóðsins Total Return hjá fjárfestingarrisanum Pimco, hafa í nokkrum mæli verið að draga eign sína til baka. Fram kemur í umfjöllun breska dagblaðsins Financial Times um málið að eigendur hlutdeildarskírteina í sjóðnum hafi tekið 4,3 milljarða dala úr úr sjóðnum í maí síðastliðnum. Það er svo sem smáræði í samræmi við heildarstærð sjóðsins en í honum eru 229 milljarðar dala. Útgreiðslan jafngildir þessu samkvæmt 1,9% af heildarstærð sjóðsins.

Það sem verra er, er að þeir sem eiga fé í stýringu hjá Pimco hafa nú í eitt ár og einum mánuði betur tekið fé úr honum. Blaðið segir nokkra þætti skýra þessa heldur neikvæðu þróun mála. Bæði reikni fjárfestar með því að hækkun stýrivaxta komi niður á ávöxtun þeirrra af skuldabréfum. En það sem mestu munar er að Mohamed El-Erian, forstöðumaður eignastýringar Pimco, hætti í janúar. Þá hefur ávöxtun sjóðsins ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir, að því er fram kemur í umfjöllun Financial Times.

Viðskiptablaðið fjallaði ítarlega um Bill Gross, stofnanda Pimco, og vandræði fjárfestingarfélagsins í mars. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .