Bandaríska hlutabréfavísitalan S&P 500 fór í sögulegar hæðir í dag þegar hún rauf 2.000 stiga múrinn í fyrsta sinn. Mestu munar um hækkun á gengi hlutabréfa fjármálafyrirtækja og líftæknifyrirtækja sem mynda vísitöluna. Fréttastofa Reuters segir ljóst að fjárfestar veðji nú í meiri mæli en áður á hlutabréf en skuldabréf.

Í frétt Reuters um málið segir jafnframt að S&P 500-vísitalan hafi jafnað sig eftir hrunið á fjármálamörkuðum og hafi hún hækkað um 300% síðan hún náði lægsta gildi í kreppunni.