Fjárfestar tóku hressilega við sér á hlutabréfamörkuðum á meginlandi Evrópu eftir að þeir Mario Draghi, aðalseðlabankastjóri evrópska seðlabankans, og Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka, sögðu enga innistæðu fyrir hækkun á ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa og að vöxtum bæði á evrópska myntsvæðinu og í Bretlandi verði haldið lágum til að styðja við efnahagsbata þar. Tilefni þess að bankastjórarnir ræddu um ávöxtunarkröfuna var sú að lántökukostnaður Portúgala hækkaði talsvert í vikunni.

FTSE-vísitalan í Bretlandi hækkaðu um rétt rúm 3%, DAX-vísitalan í Þýskalandi hækkaði um 2,11% og CAC 40-vísitalan fór upp um 2,9%: Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum eru hins vegar lokaði í tilefni þjóðhátíðardagsins.