Fjárfestar beggja vegna Atlantsála tóku vel í stýrivaxtalækkun evrópska seðlabankans ef marka má uppsveifluna á hlutabréfamörkuðum.

FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur nú hækkað um 1,12% á sama tíma og sprettur hefur verið bæði í Þýskalandi og Frakklandi. DAX-vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um 2,615 en CAC 40-vísitalan í Frakklandi hefur hækkað um rétt rúm tvö prósent.

Stutt er síðan hlutabréfmarkaðir opnuðu í Bandaríkjunum. Viðbrögðin þar eru svipuð og í Evrópu. Dow-vísitalan hefur hækkað um 1,07%, Nasdaq-vísitalan farið upp um 0,6% og S&P 500-vísitalan hækkað um 0,76%

Norrænu hlutabréfamarkaðirnir hafa sömuleiðis ekki farið varhluta af þróuninni. Aðalvísitalan í kauphöllinni í Osló í Noregi hefur hækkað mest, eða um 1,48%. Á eftir fylgir kauphöllin í Kaupmannahöfn með 1,29% hækkun. Hækkunin í Finnlandi nemur 1,25% og rekur kauphöllin í Svíþjóð lestina með 0,57% hækkun. Dagurinn er hins vegar rauður í Kauphöllinni hér með 0,11% lækkun.