Hlutabréf Sýnar hafa hækkað um ríflega 14% það sem af er degi í um 34 milljóna króna viðskiptum og standa bréfin nú í um 26,6 krónum hvert. Félagið tilkynnti um árshlutauppgjör í gær eftir lokun markaða. Þar kom fram að félagið tapaði 60 milljónum á öðrum ársfjórðungi og 410 milljónum það sem af er ári.

Sjá einnig: Taprekstur Sýnar heldur áfram

Hagnaður félagsins fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA) nam 1.364 milljónum á fyrri hluta ársins sem er 12% hækkun miðað við sama tímabil fyrra árs.

Bréf félagsins voru í lægstu lægðum í gær en þau stóðu í 23,3 krónum við lokun markaða. Hæst hafa þau farið í 37,8 krónur á þessu ári um miðjan febrúar.

Að auki hafa hlutabréf VÍS, TM, Símans, Sjóvá og Festi hækkað við opnun markaða. Næst mest hækkun er á hlutabréfum VÍS um 2,4% eins og er.