Fjárfestar hafa orðið fyrir að minnsta kosti 150 milljarða dala tjóni vegna verðfalls á skuldabréfum olíu- og gasfyrirtækja í heiminum frá sumarmánuðum 2014. Jafngildir það tapi upp á um 18.800 milljörðum íslenskra króna. Í frétt Financial Times að auk þessa hafi markaðsvirði hlutabréfa 300 stærstu olíu- og gasfyrirtækja heims lækkað um 39%, eða um 2.300 milljarða dala, frá því að olíuverð byrjaði að lækka.

Hækkandi ávöxtunarkrafa á skuldabréf þessara fyrirtækja endurspeglar áhyggjur fjárfesta af stöðunni og því að fyrirtækin muni ekki öll geta staðið í skilum við lánadrottna sína. Þá hafa bankar einnig verið að leggja meira inn á varúðarreikninga sína til að mæta hugsanlegum greiðsluföllum í orkugeiranum.