Fjárfestar munu tapa um 70% af eign sinni í grískum skuldabréfum.  Þetta hefur AP fréttastofan eftir heimildarmönnum sem koma að viðræðum um niðurfellingu skulda Grikklands.

Samkvæmt þeim drögum sem nú er unnið með mun höfuðstóll skuldabréfa lækka um helming, vextir lækka í 3,5-4% og greiðslutiminn lengdur í 30 ár.

Ef þetta verður niðurstaðan verður tap fjárfesta mun meira en upphaflega var gert ráð fyrir. Margir stærstu bankar Evrópu munu tapa gríðarlegum fjárhæðum ef samkomulagið verður að veruleika.

Fánar Grikklands og Evrópu blakta saman í Aþenu.
Fánar Grikklands og Evrópu blakta saman í Aþenu.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)