Fjárfestar vestanhafs virðast reikna með sigri Hillary Clinton í forsetakosningum á morgun. Miklar hækkanir voru á bandaríska hlutabréfamarkaðinum í byrjun dags, eftir að FBI sendu frá sér yfirlýsingu um að ekkert saknæmt hafi fundist í tölvupóstum Clinton í gær.

Bandaríski dollarinn hefur einnig styrkst talsvert í morgun. Vegna óvissu undanfarinna daga, þá hafði hann veikst talsvert. S&P 500 vísitalan hækkaði um 1,6% og dollaravísitalan um 0,6% árla morguns, segir í frétt Financial Times . Sömu sögu má segja um mexíkóska pesóið sem að styrkist og veikist í takt við gengi Trump í kosningunum.