Hlutabréfaverð í Facebook lækkuðu enn meira í viðskiptum á Wall Street í gær og er gengi bréfa nú undir 30 dollurum á hlut. Lækkun gærdagsins nam um 9,6%. Wall Street Journal greinir frá því í dag að fjárfestar hafi tekið sér stórar stöður og veðja á frekari lækkanir.

Lækkun frá útboðsgengi nemur um 24% en þá var hver hlutur seldur á 38 dollara. Samkvæmt gagnafyrirtækinu Dealogic er frammistaða Facebook á markaði ein sú versta meðal stærri fyrirtækja. Markaðsvirði Facebook er í dag um 79 milljarðar dollara, samanborið við 104 milljarða virði þegar útboðið átti sér stað.