Niðurstaða úr útboði Reykjavíkurborgar var birt í dag og bárust tilboð að nafnvirði 1.470 milljónir króna á bilinu 3,83% - 4,07%. Tekið var tilboðum að nafnvirði 100 milljóna króna á kröfunni 3,83% sem er sex punktum fyrir neðan síðasta útboð. Þetta kemur fram í greingarefni IFS.

Krónur
Krónur
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Álag Reykjavíkurborgar ofan á skuldabréfið HFF44 lækkar því úr 79 punktum í maí niður í 58 punkta. Miðað við þau tilboð sem bárust á kröfunni 4,07% var álagið um 82 punktar sem er í takti við síðustu þrjú útboð Reykjavíkurborgar.

Flest tilboð voru með of háa kröfu að mati Reykjavíkurborgar og því óásættanleg. Stefnt er að ná  hagstæðara útboði næst. Reykjavíkurborg áætlaði að taka tilboðum fyrir 1.000 milljónir króna nú líkt og í síðasta útboði. Borgin hefur tekið tilboðum að nafnvirði 300 milljónir króna samanlagt í síðustu tveimur útboðum og ljóst er að fjárfestar vilja hærri ávöxtunarkröfu á skuldabréf borgarinnar.