Ráðgjafi á vegum kanadíska fjárfestingafélagsins Amel Group fundaði með bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar og sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps vegna áhuga á að hefja stórfelldan útflutning á íslensku vatni. Frá þessu er greint í DV .

Forsvarsmenn Amel Group hafa áður rætt við bæjarstjóra Hafnarfjarðar og Vestmannaeyja um kaup á vatni.

Viljayfirlýsing um sölu á vatni til Amel Group bíður nú undirskriftar hjá Ísafjarðarbæ. Ekki er ljóst hver áform fyrirtækið hefur fyrir vatnið eða hvaða fjárfestar koma að segir í DV.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að fyrirtækið megi hefja rannsóknir á vatninu. Tekið er fram í viljayfirlýsingunni að verðið verði tengt vatnsvísitölu Standard & Poor's.