Á fjórða ársfjórðungi ársins 2015 voru meiri fjármunir dregnir úr vogunarsjóðum heldur en fjárfest var í þeim.

Eignir vogunarsjóða um allan heim hafa aukist verulega á síðsta áratug og eru þær taldar nú taldar nema um það bil 3.000 milljörðum Bandaríkjadala. Afkoma sjóðanna hefur þó ekki verið í samræmi við vinsældir þeirra sem fjárfestingarkosts. Meðal afkoma vogunarsjóða var lægri heldur en í sjóðum sem fjárfesta í breiðum grunni hlutabréfa á markaði; en þetta er sjötta árið í röð sem afkoman er lægri.

Þar sem vogunarsjóðir hafa staðið sig verr heldur en markaðurinn almennt þá hafa fjárfestar byrjað að draga fjármuni sína úr slíkum sjóðum og leita nú annarra fjárfestingarleiða. EIns og áður sagði þá voru meiri fjármunir dregnir úr vogunarsjóðum heldur en fjárfest var í þeim á fjórða ársfjórðungi síðsta árs, en munurinn nam 15,3 milljörðum dala. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem útflæði fjármagns er meira en innflæðið.

Stórir fjárfestar hafa nýlega tilkynnt að þeir ætli að hætta að fjárfesta í vogunarsjóðum, s.s. lífeyrissjóður starfsmanna Illinois ríkis í Bandaríkjunum. The Wall Street Journal greinir frá.