Ralf Bose, sem er forstjóri þýskrar eftirlitsstofnunar, hefur viðurkennt að hann hafi stundað viðskipti með hlutabréf Wirecard á sama tíma og stofnunin var að rannsaka fyrirtækið. Bose greindi frá því að hann hefði keypt bréf í félaginu í aprílmánuði á þessu ári og síðan selt þau mánuði síðar, með tapi.

Bose vildi ekki greina frá því fyrir hversu mikið hann fjárfesti í Wirecard. Óvíst er hvort viðskiptin verði rannsökuð sem innherjasvik, að því er segir í frétt Financial Times um málið.

Stofnunin sem Bose starfar fyrir var á þeim tíma sem viðskiptin áttu sér stað í samræðum við bankaeftirlit Þýskalands (e. BaFin). Fjármálaráðherra Þýskalands hefur sagt að viðskipti Bose verði rannsökuð. Annar þingmaður í Þýskalandi hefur kallað eftir því að Bose segi af sér sökum viðskiptanna.