Hagvöxtur verður lítill, fjárfesting dregst saman og verðbólga verður áfram yfir verðbólgumarkmiði á þessu ári samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Gert er ráð fyrir

Atvinnuvegafjárfestingin dregst saman um 10,5% á þessu ári en tekur svo við sér samkvæmt spá Hagstofunnar árið 2014 þegar hún eykst um 18,9%. Árið 2015 er einnig gert ráð fyrir aukinni atvinnuvegafjárfestingu eða sem nemur 14,4%.

Spáin gerir ráð fyrir 14,8% vexti í íbúðafjárfestingu og 19,8% vexti í fjárfestingu hins opinbera á þessu ári en það er ekki nóg til að vega upp á móti minni atvinnuvegafjárfestingu og dregst því heildarfjárfesting saman á þessu ári um 2,3% ef marka má spána. Fjárfesting hins opinbera mun svo aukast um 0,7% árið 2014 og 7,2% árið 2015 samkvæmt spá Hagstofunnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.