Fjárfesting hins opinbera hefur verið hættulega lítil upp á síðkastið. Framkvæmdastig ríkisins þarf hins vegar að vera lágt enn um sinn, að sögn Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni mælti fyrir tekjuaðgerðum fjárlagafrumvarps næsta árs á Alþingi í dag. Frumvarpið var kynnt í síðustu viku.

Hann sagði mikið hafa verið skorið niður í tíð fyrri ríkisstjórnar en almennt minna í rekstri hins opinbera. Það sjáist m.a. af því hvernig fjöldi starfa hafi þróast hjá hinu opinbera frá hruni.

Bjarni sagði það skynsamleg ráðstöfun í fjárlagafrumvarpi næsta árs að þar séu stigin fyrstu skrefin í þá átt að auka kaupmátt ráðstöfunartekna heimilanna en eftirspurn heimilanna hafi verið lítil. Þrátt fyrir það þurfi að halda framkvæmdastiginu lágu enn um sinni.

„En við erum að færast í betri stöðu ti að taka á því máli,“ sagði hann.