Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt fjárfestingar í innviðum landsins sem hljóða upp á rúmlega 28 milljarða dollara. Þetta eru um 36 verkefni tengd meðal annars lestum, vegum, gasi og olíu.

Aðgerðirnar eru til þess að örva hagkerfi landsins en hægt hefur á vexti þess. Ásamt því hefur traust fjárfesta minnkað á hagkerfinu vegna umtalsverðrar veikingar rúpíunnar samkvæmt vef Reuters .

Þrátt fyrir tilkynningu um þessar fjárfestingar hækkaði ekki gengi rúpíunnar.

Matsfyrirtækið Standard and Poors hafa breytt horfum í efnahagslífi Indlands í neikvæðar og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lækkaði hagvaxtarspá sína fyrir landið.

Indverska hagkerfið er það þriðja stærsta í Asíu. Það óx um 5% árið 2012, sem er það minnsta í 10 ár.