Mikil raunlækkun hefur orðið á gjaldskrá Landsnets til almennings frá því fyrirtækið tók til starfa, eða um 44% að raungildi frá árinu 2005. Kom þetta fram í ræðu Þórðar Guðmundssonar, forstjóra Landsnets, á fundi um rekstrarumhverfi fyrirtækisins fyrir síðustu helgi.

Þórður sagði að litlar fjárfestingar hefðu verið í fyrra, samtals um 600 milljónir króna. Fjárfesting hefði aldrei verið svona lítil. Þær verði um fjórir milljarðar króna í ár. Gangi kísilver í Helguvík eftir bætist við tveir milljarðar króna.

Stjórnarformaður Landsnets, Geir A. Gunnlaugsson, sagði að fyrirtækið hefði búið við óvissu um tekjumörk nánast frá stofnun og seinagangur við frágang þeirra mála væri nú að koma niður á félaginu vegna gengisfalls krónunnar í hruninu 2008 sem rýri umtalsvert eigið fé fyrirtækisins.

Skoða má myndir af fundi Landsnets í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.