Áætluð fjárfesting vegna orkumannvirkja samhliða uppbyggingu í iðnaði er 8,0 milljarðar bandaríkjadala eða 917 milljarðar íslenskra króna. Í þessari greiningu er reiknað með um 40-60% innlenndri kostnaðarhludeild í orkufjárfestingum og 50% í iðnaðarfjárfestingum. Þetta hlutfall kemur með beinum hætti inn í landsframleiðslu á því árabili sem fjárfestingin á sér stað. Þetta kemur fram í skýrslu Landvirkjunnar um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunnar til ársins 2035.

Miðað við þessar forsendur mun fjárfesting í orku og iðnaði  ásamt afleiddum áhrifum bæta við um 1,4% við hagvöxt að meðaltali til ársins 2017 en þá dragast fjárfestingar saman og hafa neikvæð áhrif á hagvöxt. Uppsöfnuð áhrif á hagvöxt mun ná hámarki í tæplega 10% árið 2017. Þá mun eitthvað að vextinum ganga til baka þegar draga fer úr fjárfestingu en þó er gert ráð fyrir nokkuð stöðum fjárfestingarferli út tímabilið.

Landsvirkjun
Landsvirkjun

Hægt er stækka myndina með því að smella á hana