Bresk stjórnvöld munu samþykkja Vickers-bankasýrsluna að öllu leyti. Þetta hefurt BBC eftir ráðuneytisstjóranum Vince Cable. Í Vickers-skýrslunni, sem samin var í kjölfar bankahrunsins 2008, er lagt til að aðskilja viðskipta- og fjárfestingastarfsemi banka og er haft eftir Cable að ráðist verði í að hrinda þeim tillögum í framkvæmd. Vickers-skýrslan var birt í september þar sem skoðaðar voru leiðir til að komast hjá bankakreppum og gera stjórnvöldum auðveldara og ódýrara að bregðast við vanda banka sem lenda í vandræðum. Liður í því er að aðskilja algerlega viðskipta- og fjárfestingastarfsemi auk þess að gera aðrar lagabreytingar sem snúa að starfsumhverfi banka og fjármálafyrirtækja..