Landsframleiðsla er áætluð sem næst óbreytt að raungildi á 1. fjórðungi þessa árs frá sama tíma árið áður segir í samantekt Hagstofunnar.  Þjóðarútgjöld drógust saman um tæp 10% en útflutningur óx um 17% og innflutningur dróst saman um 12%.

Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla dróst saman um 0,9% á milli 1. fjórðungs ársins 2007 og 4. ársfjórðungs árið 2006 en hélst nánast óbreytt frá sama tímabili árið áður. Landsframleiðsla er áætluð sem næst óbreytt á 1. fjórðungi ársins 2007 frá sama fjórðungi árið áður. Á tímabilinu drógust þjóðarútgjöld saman um tæplega 10% þar sem talið er að einkaneysla hafi dregist saman um rösklega 1% og fjárfesting um 28% en að samneysla hafi hins vegar vaxið um ríflega 2%.