Írskir fjölmiðlar greindu frá því á mánudag að Excel Airways, dótturfyrirtæki Avion Group, hefði ákveðið að fjárfesta 50 milljónir evra í írskri einingu Excel.

Eggert Skúlason, talsmaður Avion Group, sagði í samtali við Viðskiptablaðið að Excel hyggðist fjárfesta um 5-10 milljónir evra í nýju útibú og væri það hefðbundinn kostnaður við að koma upp starfsemi af slíku tagi.

Í írska dagblaðinu Irish Independent kom fram að fjárfesting Excel upp á 50 milljónir evra yrði að mestu nýtt til þess að kaupa nýja Boeing 737-800 flugvél.

"Það kemur raunar inn glæný Boeing 737-800 vél sem verður notuð í þennan rekstur og eru menn á Írlandi að horfa á verðmæti hennar og ígildi þess sem að þessi auknu umsvif þýða á Írlandi, en þessi vél er tekin á leigu," sagði Eggert.

"Segja má að umsvifin séu af þessari stærðargráðu (50 milljónir evra), en fjárfesting Excel er það ekki," sagði Eggert.