Jón S. von Tetzcher, annar stofnandi norska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera, hefur komið 1,1 milljarð króna til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar er haft eftir honum að hann að enn sé ekki búið að ráðstafa öllum fjármununum. Jón hefur fjórum sinnum fjárfest hér á landi í gegnum fjárfestingarleiðina.

Jón hefur meðal annars fjárfest í hugbúnaðarfyrirtækinu OZ, sem þróað hefur nýja aðferðarfræði við að dreifa sjónvarpsútsendingu í háskerpu í netinu.