Norðurál var skuldlaust um síðustu áramót en félagið mun sækja um framkvæmdaleyfi fyrir 150 þúsund tonna álveri í helguvík innan skamms enda komið með öll tilskilin leyfi.

Norðurál áætlar að fjárfestingar vegna framkvæmda við nýtt álver fyrirtækisins í Helguvík verði um 15 milljarðar króna á þessu ári. Þar er um að ræða jarðvegsframkvæmdir, fyrstu byggingar og pöntun á búnaði sem hefur langan afgreiðslufrest. Búið er að bjóða út fyrstu byggingarnar og er verið að yfirfara tilboð vegna þess. Það voru innlendir verktakar sem buðu í það. Einnig er unnið að undirbúningi að vali á verktaka vegna ýmiss konar jarðvinnu. Mesti þunginn í framkvæmdunum verður svo 2009 og 2010.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.