Hagvöxtur verður 1,7% á þessu ári, 2,2% á næsta ári og 2,5% árið 2015. Þetta kemur fram í nýrri spá Alþýðusambands Íslands sem kynnt var í dag. Samkvæmt spánni dragast fjárfestingar saman um 8,8% á þessu ári en munu vaxa um 14,1% á næsta ári og 16,2% árið 2015.

„Það eru því mikil vonbrigði að ekki virðist útlit fyrir nauðsynlega aukningu fjárfestinga á næstu árum og sú litla aukning sem er fyrirsjáanleg er vegna verkefna sem ákveðin voru í tíð fyrri ríkisstjórnar. Má þar nefna uppbyggingu kísilvers á Bakka við Húsavík, fjárfestinga í innviðum á því svæði, byggingu Vaðlaheiðarganga auk þess sem Norðfjarðargöng voru undirbúin og ákveðin í tíð þeirrar ríkisstjórnar,“ segir í riti ASÍ um horfur í efnahagsmálum.