Ríkisstjórnin hefur tryggt sér fjármagn fjárfestingaáætlun hennar fyrir árin 2013-2015. Samtals verður 10 milljörðum króna varið í áætlunina á næsta ári. Áætlunin er fjármögnum með tekjum að veiðigjöldum. Fjárfestingaráætlunin var lögð fram í vor með fyrirvara um fjármögnun. Á blaðamannafundi í morgun kynntu Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, áætlunina ásamt varaformönnum stjórnarflokkanna verkefni fyrir rúma sex milljarða króna sem fá viðbótarfjármagn á fjárlögum til að skapa störf og efla fjárfestingu og vaxandi atvinnugreinar.

Verkefnin koma til auknu fjármagni til samgöngubóta, nýsköpunar og rannsóknasjóða og sóknaráætlana landshluta sem veitt var í fjárfestingaráætlun í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi, að því er fram kemur í tilkynningu.

Markmiðið með fjárfestingarátæluninni er aukin fjárfesting og fjölgun starfa, sem á að hafa jákvæð áhrif á hagvöxt og styrkja tekjugrunn ríkissjóðs.

Fjármögnun fjárfestingaáætlunarinnar er tvíþætt. Annars vegar er fjár til verkefna á sviði samgangna og rannsókna/þróunar aflað með veiðileyfagjaldi, en þau bættust við framkomna samgönguáætlun og voru samþykkt í júni. Fé til rannsóknarsjóða var svo aukið í fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram í haust. Hinsvegar eru verkefni sem lúta að eflingu vaxtargreina og fasteigna fjármögnuð með arði og eignasölu.