Nafnhækkun fjárfestingaeigna VÍS var 0% í september síðastliðnum samkvæmt tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar. Nafnhækkun fjárfestingaeigna félagsins frá áramótum er 5,4%.

Samsett hlutfall félagsins var 90,9% í september en var 101,2% á sama tíma í fyrra. Samsett hlutfall það sem af er ári er 96,9% og 96,7% á síðustu 12 mánuðum. Samsett hlutfall er tjónakostnaður, endurtryggingakostnaður og rekstrarkostnaður sem hlutfall af iðgjöldum.

Tjónabætur til viðskiptavina námu 1,4 milljörðum króna í september en félagið hefur greitt viðskiptavinum sínum 11,5 milljarða króna í tjónabætur það sem af er þessu ári.

Líkt og fram kemur í tilkynningunni er rétt að hafa í huga að tjónakostnaður tryggingafélaga getur sveiflast mjög á milli mánaða.