Fjárfestingafélagið Grettir hefur aukið hlut sinn í Avion Group í 8,25%, í 7,13%, samkvæmt flöggun hjá Kauphöllinni sem birtist í dag en viðskiptin áttu sér stað í gær.

Um er að ræða 20.000.000 hluti en gengi viðskiptanna kemur ekki fram í flögguninni. Í gær fór þó fram viðskipti með jafnmarga hluti á genginu 31 krónur á hlut. Kaupverðið var því 620 milljónir króna.

Þann 29. september var tilkynnt um að Fjárfestingarfélagið Grettir hafi aukið eignarhlut sinn úr 1,04% í 7,13%.

Eigendur Fjárfestingafélagsins Grettis:
Sund ehf. (49,05%), Sund ehf. er í eigu Gunnþórunnar Jónsdóttur, Jóns Kristjánssonar og Gabríellu Kristjánsdóttur. Landsbanki Íslands (35,39%) Ópera Fjárfestingar ehf. (15,56%). Ópera Fjárfestingar ehf. er í 50% eigu Hansa ehf. sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og í 50% eigu Novator ehf. sem er í eigu Björgólfs T. Björgólfssonar.

Blátjörn telst tengdur aðili í skilningi þessarra viðskipta þar sem félagið á að nafnvirði kr. 5.602.755 í Avion Group. Hluthafar Blátjarnar ehf. eru Sund ehf. (49%), Novator ehf. (24,5%), Hansa ehf. (24,5%) og Hersir (2,0%).

Sund ehf. er jafnframt skráð fyrir kr. 8.964.950 nv. í Avion Group.