Margir fjárfestingarsjóðir keppa núna um að komast yfir Chrysler, sem er hluti af samstæðu þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler. Einn hópur fjárfestingarsjóða - Blackstone og Centerbridge Partners - hefur sankað að sér fjölda banka til að fjármagna yfirtökuna, meðal annars bönkunum Lazard, Lehman Brothers og Bank of America.

Annar hópur fjárfesta, þar sem fjárfestingarsjóðurinn Cerberus Capital Management fer fremstur í flokki, er sagður hafa fengið Goldman Sachs bankann í lið með sér til að aðstoða við að fjármagna yfirtökuna. Báðir hóparnir eru sagðir vera að leggja lokahönd á það að leggja fram tilboð og er jafnvel talið líklegt að tilboðin verði kynnt á morgun.

Aðalfundur DaimlerChrysler verður haldinn 4. apríl næstkomandi og er uppi orðrómur um að þá verði jafnframt tilkynnt um sölu á Chrysler og er kaupverðið talið vera í kringum 4,7 milljarðar Bandaríkjadala.