Í alþjóðlegri könnun sem Bloomberg fréttaveitina gerði nefndu 59% aðspurðra nafn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, þegar spurt var hvaða þjóðarleiðtogi hefði bestu fárfestingarstefnuna.

Um 58% nefndu Hu Jintao, forseta Kína en athygli vekur að einungis 32% völdu stefnu Barack Obama Bandaríkjaforseta.

Kína og Brasilía best

Þegar spurt var í hvaða löndum best væri að fjárafesta í dag völdu flesti Kína og Brasilíu, eða um 33% aðspurðra. Indland var stuttu á eftir með um 31%.

Um 24% völdu Bandaríkin en í sambærilegri könnun sem gerð var í júní síðastliðnum voru Bandaríkin ofar á listanum en Kína, Brasilía og Indland.